8.10.06
þakka traustið!
frá félaga mAinstone:
takk fyrir gærkvöldið – var hreinlega snilldin ein og verulega ánægður með að hafa ekki beilað eins og ég ætlaði mér að gera. gestur fundarins (sem þið tókuð óboðnum ljúfmannlega og þakka það sérstaklega mínir kæru) heillaðist af ykkur öllum sem einum og er áhyggjufullur yfir því ... heheh. og náttúrulega þann heiður að fá að halda embætti aðalritara, sem er eina starf félagsins sem krefst engrar vinnu.
samanlagt einhver magnaðasta helgi sem ég man eftir í fleiri vikur!
þessi mynd af félaga Gwendi er ágæt heimild um afköst reykvéla félagsins.
en þessi viðskiptahugmynd um að selja inn á aðalfundina og selja dýrt held ég að sé raunhæf pæling! hef enga trú að nokkur annar svona strákaklúbbur setji upp aðra eins dagskrá til að skemmta sjálfum sér. tveggja tíma hevví menningarprógramm með ótvíræðu skemmtanagildi, göldrum og íþróttagreinum!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég tek undir með þér félagi Mainstone. Það verður erfitt að halda standardinum upp í skemmtiatriðunum að ári. Menn verða greinilega að fara að huga strax að undirbúningi þeirra fyrir næsta fund -hehe.
Skrifa ummæli