Laugardaginn 30.4. 2011 var opnuð sýning kanadíska listamannsins Jude Griebel á olíumálverkum og teikningum í Populus Tremula. Sýningin bar yfirskriftina Afterlife og listamaðurinn hafði sem sé beðið vini sína að segja frá hvernig þeir sæu fyrir sér að vera eftir dauðann og málað það. Listamaðurinn gat ekki komið á opnunina en sendi verkin frá Kanada og mikill var höfuðverkurinn að ná þeim frá hinni hugumstóru íslensku tollþjónustu. En það leystist og var fyrirhafnarinnar virði því þetta var flott sýning.
1.5.11
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli