21.1.07

Er Presley á lífi og semur um hunda ?

Sá á Populus Tremulavefnum að Dean Farrell ætlar meðal annars að spila verk eftir Elvis Presley, sem fjallar um hunda. Það eru stórkostleg tíðindi . Elvis hefur þá farið að semja eftir að hann fór heim, einsog sagði í Men in black part 1. Meðan Elvis var hér samdi hann ekkert svo vitað sé og alls ekki um hunda, hann er skrifaður meðhöfundur að tveimur lögum Heartbreak Hotel, sem var samið af svo óþekktu fólki, að þau urðu að leifa kónginum að deila höfundarlaunum, og Love me tender, sem er amerískt þjóðlag sem enginn átti höfundarrétt að. Það eru því mikil tíðindi að nú muni - væntanlega frumflutt - í Populus Tremula verk eftir Elvis Presley.
Því miður missi ég af þessu, verð á Sauðárkróki hjá tengdó, en væntanlega munuð þið sem heima sitjið kalla til sjónvörp og heimspressu til að skrásetja svona alheimsviðburð.
Chriztján

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ámm.

Nafnlaus sagði...

verstur fjandinn er að tónleikunum hefur verið frestað!