15.11.06

Yfir í eitthvað allt annað

kæru félagar. dettur mér nú í hug fyrripartur til að dreifa huganum.

helvítisandskotanshelvítisdjöfull
helvítisdjöfulsinsandskotans rugl

eru nú hagyrtir beðnir um neðriparta (í staðinn fyrir botna, enda neðripartar fjölhæfara orð í klámfengni.)

já og annað. nú er að styttast í jólaglöggið 16. desember, og ekki laust við að undirritaður sé að verða spenntur. matur á karólínu, óvissuferð, drykkja og poppkviss. ég er hins vegar að pæla í að bjóða mönnum smá rúnt í Davíðshúsi og/eða Sigurhæðum og þræða staðlaðan túristafyrirlestur sem ég hélt sumarið 2005. þeas ef áhugi er fyrir hendi.

ég er líka búinn að grafa upp tvær jólavínilplötur til að spila. þannig að það verður stuð í höllinni.

svo er önnur pæling: vitið þið um einhvern sem kann að búa til jólaglögg? mér finnst við verða að drekka svoleiðis. og svo auðvitað álaborgarákavíti eða júbíleumsákavíti.

djöfull er maður farinn að hlakka til.

14 ummæli:

Nafnlaus sagði...

æjá.

þetta er ég sem skrifaði þetta.

Kristján Pétur sagði...

andskotans vesen að ei var hann gjöfull
umræðuflækjunnar helvítis fugl


hugsum hátt um sátt sumar og 17.júní
millileikur 16.des.

Nafnlaus sagði...

neðri parturinn á náttúrlega að vera

andskotansdjöfull að ei var hann gjöfull
umræðuflækjunnar helvítis fugl

Nafnlaus sagði...

Já, dírt er nú kveðið piltar. Vísan gæti verið svona:

helvítisandskotanshelvítisdjöfull
helvítisdjöfulsinsandskotansrugl
djöfulsinshelvítisdrull´ertugjöfull
á djöfulsinsrímklámogblótsyrðaþrugl

Nafnlaus sagði...

Innihald:
0,125 stk. Kanelstöng
1,25 stk. Negulnaglar
0,25 fl. Rauðvín
0,25 mtsk. Sykur
1,25 stk. Kardimommur (heilar)
12,5 gr. Rúsínur
3,125 gr. Möndlur


Aðferð:
Allt sett í pott og hitað þar til gufa byrjar að sjást. Þá er lok sett yfir pottinn, hann tekinn af hitanum og glöggið látið standa í hálftíma eða lengur.

Velgt upp að nýju áður en borið fram.

Einfaldasta lausnin er þó að kaupa flösku af óáfengu glöggi, sænsku eða dönsku, bæta í það möndlum og rúsínum, og spíra eftir smekk. Spírinn skal settur í glöggið eftir að það hefur verið hitað - rétt áður en þess er neytt.
Skinsamlegt er að hafa nóg af æludöllum við hendina (einn á mann)og rétt er að gera ráð fyrir að maður þurfi að taka sér tveggja daga timburmannafrí eftir slíka veislu.

Nafnlaus sagði...

sheidar vann.

Nafnlaus sagði...

OK. það er klárt. Papapopulus sér um að búa til glöggið fyrir sextándann. ég skal redda æludöllum.

Nafnlaus sagði...

hmmm. ætlaði ekki að koma með neðripart þar sem ég finn ekki nema þessi tvö rímorð við rugl. en tók mér samt bessaleyfi og fiktaði í framendanum, þeas línuskiptingum, með þessari niðurstöðu og síteringu í T.S. Eliot:

Helvítisandskotanshelvítisdjöf-
ull helvítisdjöfulsinsand-
skotans rugl er þetta, gín við oss gröf
og geðveilueyðiland.

Nafnlaus sagði...

Fyrst farið er að fikta í fyrripartinum leyfi ég mér að gera bragarbót:

helvítisandskotanshelvítisdjöfull, já!
helvítisdjöfulsinsandskotansrugl
djöfulsinshelvítisdrull´ertugjöfullá,
djöfulsinsrímklámogblótsyrðaþrugl

Nafnlaus sagði...

Nú urðu mér á mistök, svona á þetta að vera.

helvítisandskotanshelvítisdjöfull, já!
helvítisdjöfulsinsandskotansrugl
djöfulsinshelvítisdrull´ertugjöfull, á!
djöfulsinsrímklámogblótsyrðaþrugl

Nafnlaus sagði...

helvítis andskotans helvítis djöfull

helvítis djöfulsins andskotans rugl

Nú vef ég mig inn í vandaða lambsull

Því veðrið og kvæðið er hreinasta bull

Kv. AT

Nafnlaus sagði...

Mörk hins byggilega heims eru dregin um Glerá sagði eitt vandræðaskáldið og er á leiðinni suður
félagar ég held að það þurfi ekki ælubakka fyrir mig því glögg finnst mér viðurstyggileg eyðilegging á rauðvíni
í staðinn fyrir ælubakka legg ég til að leirskáldin verði sett á róandi

Nafnlaus sagði...

jams. sammála síðasta ræðumanni. jólaglögg er viðbjóður þótt lyktin sé ágæt. en hráefnin öll eru betri hvert fyrir sig en sullað saman.

þeim mun meiri þörf fyrir æludalla, sem ættu að vera úr leir, því auðvitað hellir maður þessu í sig samt.

Nafnlaus sagði...

Læt kvæðið vera en

I let love in
Stagger Lee
Do you Love Me
People just ain't no good
Love letter
Into my arms