8.11.06

Heyrst hefur

...að þann 16. desember ætli populus liðar að koma saman á langa æfingu
...að þann 29. desember ætli populus liðar að koma saman með massíft tónaflóð og standa æfingar yfir þessa dagana, þegar þeir eru allir á landinu
...að þann 29. desember komi saman eftir ca 17 ára hlé hljómsveitin LOST, þar sem að hléið er komið á bílprófsaldur er kominn tími á að keyra af stað aftur.

en þetta verður auglýst nánar síðar...

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þetta er sumsé orðið á götunni...

Nafnlaus sagði...

við skulum ekki gleyma því að í upphafi var orðið, svo koma Populus Liðar á fyrsta degi...

Nafnlaus sagði...

Þetta eru götustrákar og orðið því munnsöfnuður.
Makalaust sem ég hlakka til að heyra í LOST vonandi eru þeir betri en í den alla vega eru þeir flestir feitari.
Desember sá leiði mánuður verður nú þess virði að opna einstaka sinnum augun

Nafnlaus sagði...

þetta er reyndar helvíti gott nafn, Lost

Nafnlaus sagði...

Ég segi ekkert um nafnið fyrr en ég hef heyrt til þeirra. Ef þeir eru alveg Lost er nafnið fínt en þeir gagnslausir. Ef þeir eru svo góðir að maður verður lostinn gleði, er nafni líka fínt. En umfram allt vildi ég að þeir stæðu undir nafninu Losti. Það væri gaman.
shj

Nafnlaus sagði...

...ja ég er nú bara orðinn LOST í þessari umræðu?

Nafnlaus sagði...

LOST var fín hljómsveit því hún tók sig ekki of alvarlega, það munaði reyndar minnstu að félagi Arnovisch yrði meðlimur hann mætti á eina æfingu með hljómborðið sitt. Nafnið kom til vegna þess að Rögnvaldur gáfaði var að skoða plakat með hljómsveit sem þá var nýbúin að spila á klakanum og var semivinsæl T.SOL, afturábak já þið eigið kollgátuna. Við hituðum tvívegis upp fyrir Sykurmolana á Akureyri, í seinna skiptið fór helmingur áheyrenda eftir að við spiluðum, Einar Örn varð brjálaður og skammaðist fúllyndislega í þeim sem eftir voru. Ham hituðu upp fyrir okkur í Reykjavík, við gáfum út spólu, diskar þekktust ekki þá, síðan komumst við ekki almennilega yfir tveggja ára krísuna, prógrammið staðnaði, meðlimir fóru landshluta á milli eftir þæfingartólum sínum ( ekkert nýtt félagi formaður A ) og svo var þetta bara búið án leiðinda.
Ég lofa alla vega fjöri ef þetta spilerí verður að veruleika.

Nafnlaus sagði...

Meira af LOST ( þetta fer að verða einsog sögusafn heimilanna )
Flottasti texti á auglýsingarplakati sem ég hef gert var svona :
LOST og SJÁLFSFRÓUN í
HÚSI ALDRAÐRA

Nafnlaus sagði...

heilir piltar.
L.O.S.T = Lúsifer Og Synir Tarzans
munu vonandi rísa upp frá dauðum um stund og gleðja múginn.