Sælir félagar
Ég er oft að pæla í þessu Cave-prógrammi okkar einsog vonlegt er, þetta gengur bara vel og allt í lagi með það, ég er samt svoldið svona að velta vöngum yfir öllum ballöðunum, ekki ætlum við að svæfa liðið ? Við Gummi vorum að spá í gærkvöld á leið heim frá æfingu að leggja til lagið Thirsty Dog af Let Love In plötunni, þetta er svona rokkabillílegt lag og ekki erfitt tel ég og bakraddasöngvararnir fá að kyrja Sorrí Sorrí oft og mynduglega. Tékkum á því en sleppum í staðinn að æfa Let love in.
Síðan ætla ég að deila með ykkur vísu sem ég lærði fyrir svo löngu að ég bara man ekki hvar. Aðalsteinn Svanur er að verða kominn með Jón Helgason Samlede værker á sína síðu, Panodíl fær nú menningarlegan blæ !
As I was going up the stair
I met a man who wasn´t there
He wasn´t there again today
I wish to god he´d go away.
Þar höfum við það
Chriztján
20.11.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
einkar falleg staka, vona þó að þetta sé ekki að endurtaka sig í stigahúsinu við Strandgötu.
rifjaðist við þennan lestur upp limra sem ég barði saman á Kanarí fyrir nokkrum árum og var kveðja til barstelpunnar sem hafði verið almennileg við okkur félaga um skeið:
we left our northern nation
looking for sun and temptation
but now we must go
to showel the snow
searchong for conselation
Skrifa ummæli