Ákveðið hefur verið, á aukafundi hjá Populus Tremula samsteypunni sem haldin var á kaffihúsi því sem kent er við Karólínu, að halda jólafögnuð með tilheyrandi kærleik og uppákomum. Leitast verður við að sem flestir meðlimir finni sitt innra barn, og hagi sér í samræmi við það.
Dagskráin verður hin glæsilegast og hvergi til sparað, en hún er þó óráðin enþá. Allar tillögur að hinni glæsilegu dagskrá eru því vel þegnar hér í comment. Það eina sem ákveðið hvefur verið, er að dagskráin hefjist að degi til og endi með glæsilegu jólahlaðborði hjá Einari handan götunnar, sem að þessu sinni mun jafnvel frá greitt fyrir kræsingarnar aldrei þessu vant.
Svo endilega hikið við að koma með hugmyndir ef þær eru slæmar, annars hikið hvergi.
Jólakveður!
pianoskellir 19. jólasveinninn
9.11.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
10 ummæli:
sko, höfum þetta bara á bókmenntalegum nótum og fáum leiðsögn um Nonnahús, Sigurhæðir og Davíðshús...
já og félagi formaður A er þá ekki tekið í spil á eftir svosem ein rúberta Bridge ?
En hvað með PopulusKvissið, er það kanski seinna til að eiga inni partí ?
Nei er ekki bara heimatilbúin atriði ala aðalfundarspriklið málið plús það að hljómsveitin renni í nokkuð lög ?
já - rúmenskur klámlimrukveðskapur og sekkjapíputónlist barbaranna í skotalandi er mín tillaga !!!
er orðinn lens með menningarviðburði sjálfur eftir að hafa komið fram í gervi myndlistarmanns, ljóðskálds, trúbadúrs og íþróttafrömuðar.
eða nei, ballettinn er eftir...
er orðinn lens með menningarviðburði sjálfur eftir að hafa komið fram í gervi myndlistarmanns, ljóðskálds, trúbadúrs og íþróttafrömuðar.
eða nei, ballettinn er eftir...
Ef þú AsVs ætlar þér að stíga í ballett, krefst ég þess að þú rakir á þér knéin... Ég ímynda mér að fullorðnir karlmenn í sokkabuxum með órökuð kné, sé miður fagurt á að líta og gæti spillt matarlyst.
Hitt er svo sannað að órökuð kné í skotavafningunum er karlmennska hin mesta og fagurt á að líta.
Því særi ég þig til að fara með mach3 á hjnákollana...
shite! fyrr svík ég ykkur um svínavatnið!
Ég vona Gwendr minn að þú takir ekki uppá þeim fjanda að raka þig allaleið niðurfyrir hné, næst þegar þú skrýðist Skotapilsi. Það væri lítt karlmannlegt og afar ólíkt þér.
Leyfum frjálsan hárvöxt á vítal slóðum.
shj
legg ég á og mælu um að allt samræði (umræður) um hársnyrtingar fyrir neðan háls verði lagðar niður áður en samtökin '78, eða hvað ár sem það var nú, bjóða okkur að gerast fulltrúar þeirra á norðurlandi.
Heyrði á arnowitch að hann hafði í huga allan daginn 16. ( ja svona frá tvö ) byrja á Populuskvissi, síðan óvissuferð stutt ( lofað aða taka tillit til að ég er bæði feitur og fatlaður )síðan borðað hjá Einari Karólínus farið svo yfir í grenið og haldið áfram. Þetta líst mér vel á, tel að eftir kvöldverð og smá brjóstbirtu eftir það ( vatn fyrir Gwendris ) verðum við orðnir svo gáfaðir að jafnvel Hafnarfjarðarbrandi verði að háfleygum bókmenntum.
Er strax farinn að hóa í mina timburmenn, sem hafa tvistrast út um allar koppagrundir vegna alt að því edrúskapar, að koma mér til aðstoðar þann 17.
Skrifa ummæli