1.4.13

In mute / Í mjúti

Laugardaginn 30.3. opnuðu félagarnir Þorsteinn Gíslason og Kristján Pétur Sigurðsson sýningu í Populus tremula. Verkin á sýningunni höfðu þeir að mestu unnið í sameiningu og bar hún heitið In mute / Í mjúti. Það bar og til tíðinda að á opnuninni var Þagnar-Freyja, verk Kristján Péturs, sem stóð um árabil keik og blá fyrir utan glugga Populus tremula, en lenti síðastliðið vor í Listasafnsgrámanum, afhjúpuð endurnýjuð og upprisin, enda sá árstími.

Engin ummæli: