24.9.12

LLjóðahátíðin 2012

Það er fjögurra ára hefð fyrir ljóðahátíðum í Populus Tremula og nágrenni. En áður var um áraraðir farin ljóðaskógarganga á vegum Populus og þeim öðrum sem málið var skylt. Hafa margir skógar og reitir verið heimsóttir í áranna rás. Nú er ljóðaskógargangan hluti af ljóðahátíðinni. Ljóðahátíðin í ár bar nafnið LLjóðahátíðin og var haldin í Populus Tremula laugardagskvöldið 22.september og í Laugarlandsskógi á Þelamörk sunnudaginn 23.september. Ljóðskáldin báða dagana voru : Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Helgi Þórsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Þórdís Gísladóttir. Takk fyrir.

Kynnir í Populus Tremula var Hjálmar Brynjólfsson, sem hefur skipulagt ljóðahátíðir þessar frá upphafi.

Aðalsteinn Svanur Sigfússon var kynnir í Laugalandsskógi, en hann hefur sýslað um ljóðaskógargöngur frá upphafi.

Eftir upplestur og söng var boðið uppá skógarmannakaffi, kúmenbætt úr grænu gleri fyrir þá sem svo vildu hafa.

Engin ummæli: