4.3.12

Ljóðakvöld í Populus Tremula

Laugardagskvöldið 3.3.2012 efndi hið smáa en knáa útgáfuforlag frá Akranesi, Uppheimar, til ljóðakvölds í Populus Tremula. Tvö Uppheimaskáld, Bjarni Gunnarsson og Ari Trausti Guðmundsson lásu upp úr ljóðverkum sínum og var góður rómur gerður að. Eftir upplesturinn urðu skemmtilegar umræður um stöðu ljóðsins hjá lesendum og ljóðunnendum á Íslandi, þar sem hjá bókaþjóðinni virðist ríkja deyfðin ein miðað við sum lönd suður í álfum hvar ljóðaunnendur fylla heilu fótboltavellina til að hlýða á ljóðskáldin sín.  Takk fyrir uppbyggilegt kvöld.

 

Engin ummæli: