Hollendingurinn knái Joris Rademaker hóf haustvertíðina í Populus Tremula með stórgóðri sýningu sem hann tileinkaði minningu Papapopulus, Sigurðar Heiðars Jónssonar. Opnun sýningarinnar sem nefndist: “ Milli tilvistar og tilveru “ bar upp á Akureyrarvöku 27.ágúst 2011. Það var opnun í hverju skúmaskoti í gilinu fjör og fínerí. Við opnun Jorisar spilaði Kristján Pétur lög eftir annan hollending, sem Papapopulus hélt mikið uppá, Cornelis Vreesvijk, sem hollendingar staðhæfa að sé borið fram Fresvæk en ekki þetta sænska Vresvik. Semsagt enn einn toppur í Populus og nágrenni.
29.8.11
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli