20.6.11

Minningarkvöld um Papapopulus

Öðlingurinn Sigurður Heiðar Jónsson er fallinn frá. En orðstýr deyr aldregi. Laugardagskvöldið 18.6. 2011 var haldið hið fyrsta minningarkvöld um Papapopulus hinn eina og sanna. Mörg voru atriðin í Populus Tremula þetta kvöld og öll vorum við komin til að hafa gaman að einsog Papa vildi hafa það. Stjarna kvöldsins var tvímælalaust ungur sonarsonur Sigga, sem spilaði bæði Bach á gítarinn og söng og spilaði Metalicu.

Takk bræður og systur.

3

23

27

28

30

Aðallega konur í Populus Tremula !

Þjóðhátíðardaginn 17.júní var opnuð sýning í Populus undir yfirskriftinni Aðallega konur. En konur voru í öruggum meirihluta sýnenda. Við Populusmenn höfum bent á að allar konur í Populus séu aðallegar.

5.6.11

Steini í Populus Tremula

Þorsteinn Gíslason alias Steini opnaði skemmtilega málverkasýningu í Populus Tremula laugardaginn 4.6.2011. Steini hefur einkum verið kunnur af verkum af nýlistarlegum toga, en hvarf ögn til upprunans með þessari sýningu, sem bar yfirskriftina “ Án titils “ en myndirnar hétu allar eitthvað einsog t.d. “ Norrænt velferðarlandslag “ og  “Eyja” 1, 2 og 3. Sem sagt gaman.