6.5.09

Húllumhæ til heiðurs starfsfólki Ásprent Stíl

















Laugardagskvöldið 2. maí 009 hélt Populus tremula lokað skemmtikvöld fyrir starfsfólk Ásprents Stíls.
Með þessu vildu félagsmenn í Populus þakka Ásprenti Stíl með sínum hætti fyrir ómetanlegan stuðning fyrirtækisins við starfsemi Populus tremula frá upphafi, haustið 2004.
Það var hopp það var hó og það var hí. Húsbandið spilaði, trúbadúrinn Aðalsteinn Svanur var í essinu sínu og Konni og Ólöf Valsdóttir sungu meðal annars texta eftir afmælisbarnið, sjálfan PapaPopulus. En Populusliðar færðu Papa Sigurði gjöf, sem mölur og ryð fær ekki grandað og afmælissöngurinn var kyrjaður undir knárri stjórn Hjálmars.

Engin ummæli: