7.12.06

Hver er 5. jólasveinninn?

Þ.e.a.s. sá sem kemur til byggða 16. desember?
Það skiptir svosum ekki máli.
Hvað sem hann gefur okkur í skóinn, þá verður það hvort eð er ekkert miðað við þann glaðning sem við gefum sjálfum okkur. Ég tel miklar líkur á að Sextándinn verði magnaður í ár.
Nú það er kannske réttast að skjalfesta tillögurnar frá því í gærkvöldi og fá að heyra hvernig miðar að heyra í þeim sem þarf að heyra frá.
S.s. þessar voru tillögurnar ef ég man rétt:

Davíðshús skoðað hátt og lágt og kynnt fyrir Menningarsamsteypunni. Sameiningarkostir athugaðir. Málið er þegar komið í feril.
Fjárfestingarmöguleikar í bjórverksmiðju á Litla-Árskógssandi kannaðir. Hugað að viljayfirlýsingu um áframhaldandi samstarf milli verksmiðjunnar og samsteypunnar.
Undirritaðir rammasamningar við Jón og Öllu í Freyjulundi. Viðurkenningar veittar fyrir framúrskarandi framlag til frambúðarframfara.

Að sjálfsögðu ökum við um á fínustu dróssíu um svæðið, sem Papa ætlaði að redda. Að vísu hefur Gwendr boðist til að gerast ökuþór, svo framarlega sem hann hafi til þess kerru. Sé það ákveðið getum við skorið niður í ferðaliðnum og eytt meiru í vín og villtar meyjar.

Hvernig gengur svo að redda öllum þessum herlegheitum?
Kv, Hjálmar

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hafði varla fyrr skrifað inná bloggið þegar ég fattaði að við eigum þess kost á að fá lánaðan 7 manna Nissan Terrano II fyrir slikk (kannske eins og eina hvítvínsflösku.) Dugar það okkur? Við erum náttúrulega 7 í steypunni...

Nafnlaus sagði...

á eigin drossíu erum við náttúrlega frjálsari en með bílstjóra, sem kanski er fúllyndur frethaus og það er nú Gwendr ekki.
Annars finnst mér prógrammið flott
skál

Nafnlaus sagði...

skál fyrir því - Nissan Terrano 2 er það eins og framhaldsmyndir hollívúd? Terminator 2, Rocky 2, Rambo 2 og Sound of Music 2: Hopsasa på sengekanten i klaustrinu?

Nafnlaus sagði...

er það ekki Hurðasleikir sem kemur þann 16.?

magnað plan piltar – það litla sem ég skil í því.
skil alla vega þetta með vín og villtar meyjar ágætlega. skítsama hvað limminn heitir meðan nóg er af slíku og þarf ekki að keyra sjálfur.

á árum áður hlakkaði maður til jólanna, nú er það sextándinn.

Nafnlaus sagði...

Nú er allt að smella í lás, tryggt og baktryggt.

Terranao 2 er að sönnu eðalvagn og þeimmun betri þegar ekillinn er pilsklæddur, það þarf því ekki að gera neinar frekari ráðstafanir vegna meyjanna; og að sjálfsögðu er þetta einnar hvítvínsflösku virði, helst ef það er gott vín en þar við liggur orðspor okkar og heiður.

Tillaga að dagskrá:

Mæting í höfuðstöðvunum kl. 15:00
lagt upp skömmu síðar til A (D)
þaðan til B (B)- mæting kl. 16:30
þaðan til C (F)- mæting kl. 17:30 Haldið heimleiðis ad lib til einarðlegrar fordrykkju við veisluborðið kl. 19 til 19:30.

Þótt þetta sé aðeins tillaga til lýðræðislegrar umfjöllunar, er rétt að geta þess að þegar er búið að ákveða þetta allt og gera um það bindandi samninga. Það verður auðvitað ennþá ánægjulegra að uppfylla samningsákvæðin ef þetta verður lýðræðislega samþykkt en það er þó aðeins formsatriði að venju.

Ég óska okkur svo öllum til hamingju og veit að við verðum landi og þjóð til sóma svo um verður talað kynslóð eftir kynslóð, allt til enda þessarar pláguðu og ofhituðu plánetu.

Góðar stundir.( eða var það í guðs friði?)

Nafnlaus sagði...

Varðandi stóra frambúðarframfaramálið.

Frambúðarframfara hlakka ég til
framlögin hrúgast upp flott
Þetta er hérumbil akkúrat umþaðbil
aldeilis helvíti gott

Verðlaun fær sá er vætuna tryggir
og vonandi aðrir líka
munúðarskáld og myndverkabyggir
músíkantar og píka

Nafnlaus sagði...

Varðandi jólasveininn og skóinn.

Ég er hættur að setja skóinn í gluggann.

Þessa ákvörðun tók ég þegar ég var að taka til í geymslunni og fyrir mér varð vel mjaðarhelt gúmístígvél, fornt. Það verður nú sett í gluggakystuna þann 12. desember og ég er búinn að semja við grannkonu mín um að laumast inn á kvöldin þegar ég er sofnaður og fylla á stígvélið. Hún lofaði mér því að engu skyldi þar í rennt sem hún hefði ekki margprufað og sannreynt að væri bæði jólalegt og júbíleumsvænt, því það er náttúrlega hann Jesús vinur okkar sem er júbílantinn. Og þá hæfir engin ólifjan.

Ó þá ljúfu aðventumorgna!

Nafnlaus sagði...

samþykki flott plan magnað að fara til d í a, b í b og f í c, þarna er nú bara komið lag við kveðskapinn papa.
En strákar við verður að syngja eitthvað og spila fyrir hjónin í Freyjulundi hugsum fyrir því hvað og hvernig

Nafnlaus sagði...

já slysin gera ekki boð á undan sér, en boðin hafa oft slys í för með sér eins og sannaðist um helgina